TEYMIÐ OKKAR
EIGANDI, LISTRÆNN STJÓRNANDI, KENNARI
ELMA RÚN KRISTINSDÓTTIR
Elma hefur sótt fjölmörg námskeið í söng, leiklist og dansi hérlendis og erlendis, m.a. stundað sviðslistanám í New York og Barcelona. Hún er meðal annars viðurkenndur acrobatic kennari frá Acrobatic Arts. Elma hefur komið fram í fjölmörgum sýningum í gegnum árin en fyrsta atvinnusýningin sem hún tók þátt í var uppfærsla á We Will Rock You í Háskólabíói haustið 2019. Þaðan lá leiðin til Akureyrar þar sem hún dansaði í Chicago hjá Leikfélagi Akureyrar. Elma var danshöfundur og dansari í Söngvakeppninni 2024. Hún hefur einnig unnið fjölmarga heimsmeistaratitla sem danshöfundur fyrir söngleikja- og dansatriði sín á Dance World Cup, heimsmeistaramótinu í dansi.
Netfang: elma@ungleikhusid.is
EIGANDI, VERKEFNASTJÓRI
NINNA STEFÁNSDÓTTIR
Ninna er með meistaragráðu í viðskiptafræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Hún stofnaði fyrirtækið MARR árið 2017 þar sem hún sameinaði áhuga sinn á macramé og kennslu. Árið 2018 gaf hún út bókina Macramé, hnútar og hengi og hefur í kjölfarið haldið fjölmörg macramé námskeið. Skólaþróun og námsefnisgerð hefur átt hug hennar allan síðan hún hóf störf sem kennari haustið 2019. Hún hefur, ásamt kennarateymi sínu í Stapaskóla, flutt fjölda erinda á ráðstefnum víða um land og kynnt þar framsæknar hugmyndir um fjölbreytt og samþætt verkefni á grunnskólastigi. Auk þess að starfa sem grunnskólakennari sér hún einnig um fullorðinsfræðslu í Listasmiðju fyrir fatlaða hjá MSS og hefur gert undanfarin tvö ár.
Netfang: ninna@ungleikhusid.is
EIGANDI, LEIKSTJÓRI
SIGYN BLÖNDAL
Sigyn stofnaði dansskólann Point dansstúdíó á Akureyri árið 2004 og dansaði með nemendum sínum þar í 9 ár. Á meðan Sigyn bjó á Akureyri vann hún einnig sem sýningastjóri og aðstoðarleikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar í fjölmörgum stórum sýningum. 2015 útskrifaðist hún með BA(hons) gráðu í fjölmiðlafræði og framleiðislu frá University of Sussex og sama ár hóf hún störf á RÚV við að framleiða útvarpsþætti á RÁS 1 fyrir krakka. Nokkrum mánuðum seinna var hún tekin við sem umsjónarmaður Stundarinnar okkar þar sem krakkar og barnamenning voru sett í forgrunn. Á þeim 6 árum sem Sigyn vann á KrakkRÚV þróaði hún fjölmörg verkefni, framleiddi, skrifaði og leikstýrði þáttum ásamt því að leiða deildina seinustu tvö árin. Nú vinnur hún hjá UNCIEF á Íslandi og stýrir þar verkefni sem snýr að innleiðingu Barnasáttmála SÞ í menntakerfi landsins.
Netfang: sigyn@ungleikhusid.is
SÖNGKENNARI
ARNA RÚN ÓMARSDÓTTIR
Arna útskrifaðist með meistaragráðu í sameindalíffræði í HÍ árið 2011 og var samhliða því námi í Tónlistarskóla FÍH þaðan sem hún lauk miðprófi í jazzsöng árið 2011. Í framhaldi af því fór hún í Complete Vocal Institute (CVI) í söngkennaranám og útskrifaðist þaðan árið 2015 sem viðurkenndur Complete Vocal Technique (CVT) kennari. Árið 2021 útskrifaðist Arna einnig með viðbótardiplóma í kennsluréttindum við HÍ.
Arna byrjaði að starfa sem söngkennari og raddþjálfari árið 2012 og hefur síðan þá rekið tvo söngskóla og kennt í ýmsum skólum og stofnunum, þar á meðal Tónlistarskóla FÍH, Kvikmyndaskóla Íslands, Vocalist, Söngsteypunni og Háskóla Íslands. Á sínum ferli sem söngkennari og raddþjálfi hefur Arna öðlast yfirgripsmikla þekkingu á kennslu tengdri röddinni þar sem hún hefur kennt söngvurum á öllum aldri og af öllum reynslustigum, frá algjörum byrjendum til atvinnusöngvara, sem og haldið námskeið í heilbrigðri raddbeitingu fyrir ýmsa aðila m.a. presta, kennara og þjálfara Dale Carnegie.
ACRO KENNARI
VALUR AXEL
Valur Axel er dansari sem hefur fjölbreyttan bakgrunn. Hann hefur æft dans í DansKompaní frá árinu 2010 en einnig æfði hann og körfubolta. Valur hefur dansað í fjölmörgum verkefnum hér á landi og má þar nefna Áramótaskaupið 2023/2024, á Íslensku tónlistarverðlaununum, í auglýsingum og svo mætti áfram telja. Valur hefur tekið þátt í þó nokkrum uppfærslum með Leikfélagi Keflavíkur, þeirri fyrstu árið 2012 ásamt því að sækja vinnustofur og taka þátt í verkefnum erlendis. Valur Axel hefur keppt í Dance World Cup frá árinu 2020 og unnið til fjölmargra verðlauna. Hann hefur unnið til gullverðlauna bæði í stórum og litlum hópatriðum, dúettum og sóló. Valur var valinn most outstanding junior soloist á theatrical gala árið 2023. Valur hefur m.a. starfað með börnum í Listaskóla barna hjá Reykjanesbæ og sem danskennari hjá DansKompaní síðast liðin ár. Hann lauk einnig acrobatic kennaranámi frá Acrobatic Arts árið 2024.
KENNARI
JÚLÍ MJÖLL
Júlí Mjöll kennir leiklist í gegnum söng í PPU 2024-2025.
Júlí Mjöll er ný útskrifað með BA gráðu í Musical Theatre frá Institution of the Arts Barcelona. Þar tók hán þátt í uppsetningum á söngleikjunum The Prom, We Will Rock You, Into The Woods og Wild Party (LaChiusa version). Hán hefur einnig sótt fjölmörg dans-og sviðslistanámskeið í bæði New York og London. Júlí kenndi í 5 ár hjá Danskompaní, bæði dans og leiklist en hefur einnig kennt á fleiri námskeiðum hérlendis.
AÐSTOÐARKENNARI
BRYNDÍS BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR
Bryndís er aðstoðarkennari í PPU 2024-2025.
Bryndís Björk Guðjónsdóttir hefur æft dans frá tveggja ára aldri hjá ýmsum dansskólum en lengst hjá Danskompaní. Bryndís hefur tekið að sér fjölda verkefna hér á landi en hún dansaði t.d í nokkrum atriðum í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024 undir stjórn Elmu Rúnar. Einnig hefur Bryndís farið sigurför í keppninni Dance World Cup þar sem hún hefur keppt frá árinu 2021 og unnið sér til fjölda verðlauna. Hún hefur meðal annars unnið sér til sex gullverðlauna, ein silfurverðlaun, ein bronsverðlaun og tvenna Gala verðlauna.
Bryndís hefur verið mjög virk í verkefnum Ungleikhússins en hún hefur tekið þátt í flestum þeirra.
GESTAKENNARI
BETHANY KATE
Beth útskrifaðist úr London Studio Centre árið 2018. Beint eftir útskrift fékk hún hlutverk í Matilda the Musical á West End og í kjölfarið kom hún fram í Cats the Musical hjá Royal Caribbean, UK túrnum af Bring it on og nú hefur hún nýlokið sýningum af Shrek the Musical bæði UK túrnum og í London. Beth er núna á UK og Ireland túr í sýningunni Hamilton.
Beth kemur til með að koma inn sem gestakennari í PPU og vinna með okkur að skemmtilegum verkefnum! Við erum dásamlega heppin að fá hana með okkur inn í Ungleikhúsið!
GESTAKENNARI
ARON GAUTI KRISTINSSON
Aron kemur inn sem gestakennari í PPU 2024-2025.
Aron Gauti Kristinsson Osom er atvinnu sviðslistamaður sem hefur meðal annars verið í sýningunum Frost og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Aron byrjaði að feta sig áfram í leik og söng árið 2015 og byrjaði síðan í dansi og leiklist hjá Danskompaní árið 2016. Síðan þá hefur Aron æft hjá ýmsu fagfólki á Íslandi sem og erlendis og tekið þátt í mörgum verkefnum hér á landi. Hann æfði kvikmyndaleik hjá sviðslistarskólanum Dýnamík í eitt ár og lærði hann mikið þar. Árin 2023 og 2024 tók Aron þátt í Dance World Cup með Team Danskompaní og Team Iceland þar sem hann hefur unnið sér til margra verðlauna. Þar hefur hann unnið fjögur gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn Gala gullverðlaun. Haustið 2024 mun Aron hefja söngleikjanám við Arts Educational í London.
Aron hefur unnið náið með Ungleikhúsinu síðasta árið og er mjög spenntur fyrir komandi tímum.
KENNARI
ÞÓRARINN DARRI ÓLAFSSON
Þórarinn Darri Ólafsson hefur æft dans frá 2018 hjá Danskompaní. Darri hefur tekið að sér verkefni hér á landi t.d. dansað í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024 undir stjórn Elmu Rúnar. Einnig hefur Darri Verið hluti af Team Danskompaní frá árinu 2020. Darri er vanur að vinna með börnum, hann hefur unnið á leikskóla og kenndi hann einnig hjá Danskompaní í 5 ár.
GESTAKENNARI
HAFDÍS EYJA
Hafdís Eyja kemur til með að kenna Commercial af og til í PPU 2024-2025.
Hafdís Eyja hefur unnið sem atvinnudansari í rúmlega 2 ár. Hún byrjaði að dansa árið 2013 hjá DWC og byrjaði svo að kenna þar árið 2019.
Árið 2021 flutti Hafdís til Kaupmannahafnar þar sem hún sótti dansnám hjá Copenhagen Dance Space sem lagði helst áherslu á kóreógrafur, grunna í mismundandi stílum og Commercial dans industryið.
Vorið 2022 flutti Hafdís til Amsterdam og hefur búið þar síðan og unnið í mörgum mismunandi verkefnum út um alla Evrópu. Þar má nefna tónlistarmyndbönd, live performances, World of Dance, Lowlands Festival, IceGuys o.fl.
Síðustu misseri hefur Hafdís tekið að sér nokkur verkefni sem choerographer og tekið þátt í stóru verkefni í Frakklandi.
GESTAKENNARI
OLA GETKA
Ola kemur til með að kenna Street stíla og Commercial af og til í PPU 2024-2025.
Ola er alþjóðlegur danskennari með BA gráðu í Dansi úr Physical Culture í AWF Poznan, Póllandi. Hún er margverðlaunaður dansari og danshöfundur m.a. úr keppnunum World of Dance, Rytm Ulicy, Street Dance Einvigid og Dance World Cup svo eitthvað sé nefnt.
Ola er búsett á Íslandi þar sem hún fræðir íslenska dansara um street dans og hip hop menningu. Ola sérhæfir sig í mörgum dansstílum til að mynda nútímadansi, house, waacking og popping. Það að vera svona fjölhæfur dansari gerir henni kleift að skilja undirstöður danslistarinnar sem kemur út í betri útskýringum og kennslu fyrir nemendur hennar.